Revit - Naviate - BIM

Revit er byggt á BIM sem það nýtir til að búa til lifandi þrívíddar byggingarlíkön sem allir hönnuðir vinna inn í. Módelið er vistað miðlægt þannig að allar breytingar sem gerðar eru á því skila sér strax til allra hönnuða.  Þegar til dæmis hurðum og gluggum er breytt eða veggir færðir uppfærast upplýsingarnar í öllu verkefninu um leið. Hægt er að gera árekstrarprófanir milli mismunandi fagsviða sem gerir það að verkum að samræming verður betri milli hönnuða og minni líkur á villum í verkefninu og töfum ásamt kostnaðarauka á byggingartíma. Ástæðan fyrir þessu er að í Revit byggir notandinn lifandi þrívíddar módel af byggingunni og útfrá því eru allar hefðbundnar teikningar unnar.

Forritið virkar þannig að allar upplýsingar sem settar eru í módelið er svo hægt að draga aftur út úr því t.d. í formi skýrslna. Hægt er að magntaka módelið á marga vegu og búa til skýrslur sem uppfærast síðan ef byggingarlíkaninu er breytt.  Margar leiðir eru svo til að gera kostnaðaráætlun út frá þessum upplýsingum. 

Raftákn hefur einnig tekið í notkun Naviate electrical er stoðforrit sem keyrir ofaná Revit og er sérsniðið fyrir hönnun raflagna.

Revit gefur einnig möguleika á "almenningsvænni" framsetningu gagna, ef svo má segja,  þar sem hægt er að sýna módelið eða myndskeið úr því þar sem litir, áferð, dagsbirta og raflýsing sjást næstum eins og um ljósmynd eða jafnvel myndbandsupptöku væri að ræða. Ef smellt er á hlekkinn opnast inn á býsna skemmtilegt myndband https://www.youtube.com/watch?v=lmSpfTXOVyI 

 

lysing 4