Nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri

Tengiliðir
Jón Heiðar Árnason
Rafmagnstæknifræðingur
Verktími: 2010 - 2012
Viðskiptavinur: Akureyrarbær
Staður: Akureyri

Verkfræðistofan Raftákn átti lægsta boð í hönnun rafkerfa fyrir nýtt hjúkrunarheimili fyrir aldraða sem fyrirhugað er að reisa við Vestursíðu. Hjúkrunarheimilið samanstendur af 5 sjálfstæðum 9 íbúða húsum, tengdum saman með tengigangi ásamt sameiginlegu samkomu- og þjónusturými. Þar er samkomusalur og kaffihús, aðstaða fyrir iðju- og sjúkraþjálfun, hárgreiðslustofu og fótsnyrtistofu.

"Lögmannshlíð er glæsilegt hjúkrunarheimili að Vestursíðu 9 í Glerárhvefi. Það var tekið í notkun 1.október 2012 en þá fluttu 45 aldraðir íbúar úr afar óhentugu húsnæði í Kjarnalundi og Bakkahlíð í nýja hjúkrunarheimilið - í bestu aðstæður sem völ er á á nútíma hjúkrunarheimili." 

Mynd og texti fengin af https://www.akureyri.is/oldrunarheimili/heimilin/logmannshlid