Umhverfisstefna Raftákns
1.0 Tilgangur og umfang
Að lýsa umhverfisstefnu Raftákns
2.0 Almennt
Markmið Raftákns er að starfa í sátt við umhverfið og leggja sitt að mörkum til samfélagsins. Raftákn mun styrkja eitt umhverfisverkefni árlega sem valið er í samráði við starfsfólk. Raftákn mun leitast við að lágmarka skaðleg umhverfisáhrif að starfseminni við rekstur og innkaup með endurnýtingu og orkusparnaði þar sem því verður við komið. Minni orkunotkun og minni losun skaðlegra lofttegunda og úrgangsefna verði höfð að leiðarljósi við val á bifreiðum og hagræðingu í ferðum á vegum fyrirtækisins. Til þess að ná þessum markmiðum ætlar Raftákn að auka skilning, áhuga og þekkingu starfsfólks á umhverfismálum. Umhverfisstefna fyrirtækisins skal endurskoðuð reglulega með umbætur í umhverfismálum í huga.
3.0 Flokkun úrgangs
Komið verði á flokkun og nýtingu úrgangs sem möguleikar eru til að endurnýta á einhvern hátt.
4.0 Orkunotkun
Stefnt er að minni orkunotkun og losun úrgangsefna.
5.0 Nærumhverfi
Raftákn skuldbindur sig til að fylgja öllum lögum og reglugerðum um starfsemi félagsins og varða umhverfið.