Raftákn er verkfræðistofa á rafmagnssviði stofnuð 1. júní 1976 á Akureyri af þeim Árna V. Friðrikssyni, Gerði Jónsdóttur, Daða Ágústssyni, Gunnari Ámundasyni, Jóhannesi Axelssyni, Sigrúnu Arnsteinsdóttur og Jóni Otta Sigurðssyni.
Raftákn er í eigu starfsmanna.
Hjá Raftákni eru nú 29 starfsmenn, verkfræðingar, tæknifræðingar, iðnfræðingar, tækniteiknarar og skrifstofufólk.
Raftákn vinnur eftir vottuðu gæðastjórnunarkefi sem byggt er á ÍST EN ISO 9001:2015. Gæðastjórnunarkerfið var fyrst tekið út og vottað árið 2011.
Fyrirtækið er rekið í tveimur sviðum: byggingasviði og iðnaðarsviði.
Byggingasvið sér um hönnun allra almennra raflagna í íbúðarhús og stærri byggingar ásamt grunnlögnum s.s. lögnum í götur og vegi, stofnlagnir að mannvirkjum o.s.frv. Einnig áætlanagerð, kostnaðaráætlanir og eftirlit með framkvæmdum.
Iðnaðarsvið sér um hönnun stýringa og stjórnkerfa, forritun og prófanir. Þar er um að ræða virkjanir, veitur, jarðgöng ásamt smærri verkum. Einnig áætlanagerð, kostnaðaráætlanir og eftirlit með framkvæmdum.
Raftákn tekur að sér hönnun raflagna, lýsingar og loftræsikerfa í ýmsar gerðir nýbygginga svo sem skóla, íþróttahús, verslunar- og skrifstofuhús af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir hafnir hefur stofan hannað lýsingu hafnarsvæða og landtenginu skipa.
Raftákn tekur að sér forritun iðntölva fyrir stjórnun verksmiðja, veitna, virkjana o.fl. ásamt forritun skjástýrikerfa.
Raftákn sá um alla hönnun raflagna í Hvalfjarðargöng, Fáskrúðsfjarðargöng, Almannaskarðsgöng og Héðinsfjarðargöng, þ.e. alla þætti er lúta að rafmagni. Raftákn sá einnig um hönnun lýsingar- og rafkerfa fyrir Hófsgöngin á Suðurey í Færeyjum, Múlagöng, Strákagöng og Vestfjarðagöng.
Forritun hússtjórnarkerfa svo sem Instabus (EIB) hefur verið vaxandi þáttur í starfssemi Raftákns að undanförnu.
Raftákn tekur að sér hönnun jarðsímalagna ásamt umsjón og eftirliti með framkvæmdum. Auk þess tekur Raftákn að sér sérhæfð verkefni sem tengjast skráningu og upplýsingavörslu fjarskiptasambanda.