Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur haft umsjón með markaðsátaki sem hópur fyrirtækja á Akureyri stendur að. Hvert fyrirtæki fékk eina síðu til að setja fram kynningu frá eigin brjósti í kynningarrit og Auglýsingastofan Stíll sá um hönnun og umbrot ritsins. Markmiðið með útgáfunni er að kynna fyrir verkkaupum í námuvinnslu á Grænlandi þá þjónustu sem fyrirtækin bjóða. Föstudaginn 15. febrúar 2013 hóf verkefnið formlega starfsemi með útgáfu kynningarritsins. Allur texti er á ensku.
Elva Gunnlaugsdóttir er verkefnisstjóri Arctic Servises og á hún þakkir skildar fyrir vel unnið verk.
Föstudaginn 15. febrúar 2013 var verkefninu formlega ýtt úr vör við athöfn í Hofi menningarhúsi og heimasíða verkefnisins opnuð. Slóðin er http://www.arcticservices.is/ til frekari upplýsinga um verkefnið.
Smella á mynd til að sjá fleiri myndir.