Endurnýjun á húsnæði Raftákns

 

Nú standa yfir gagngerar endurbætur á húsnæðinu okkar að Glerárgötu 34 á Akureyri.

Hluti starfseminnar flyst nú á 2. hæð hússins og verið er að tengja hæðirnar saman með stiga inni í rýminu. Þetta hefur í för með sér mikið rask og vinnuaðstaðan öll í uppnámi.
 hringstiginn_007_640
 

Framkvæmdirnar ganga vel og verður vonandi lokið innan tíðar. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda viðskiptavinum okkar.

Myndirnar sem fylgja fréttinni eru af framkvæmdunum. Á efri myndinni er búið að saga í gólfplötuna fyrir hringstiga milli hæðanna. Á neðri myndinni sést vesturhluti húsnæðisins á 3. hæð allur sundur rifinn.

 picture_007_640