Fréttir úr félagsstarfinu - fjölskylduútilegan 2009

Hin árlega fjölskylduútilega Raftákns var haldin aðra helgina í júlí í Fögruhlíð, orlofshúsi Lögreglufélags Akureyrar í Fnjóskadal. Að venju var glatt á hjalla, grillað, farið í sund og skemmt sér vel.

Myndir verða settar inn síðar.

 

Það varð uppi fótur og fit á laugardagsmorgninum í steikjandi sólinni þegar sást til ísbílsins bruna áfram vestan megin í dalnum (úps! og við austan megin). Gunni gerði sér lítið fyrir og hringdi í öll ísbíla númer sem fundust í símaskrá og viti menn, það hafðist að ná sambandi við rétta bílinn, beina honum yfir brúna við Illugastaði og fram allan dal. Börn og fullorðnir ásamt íssölumanni voru alsælir með tiltækið.

Steina spúsan hans Finns gerði sér lítið fyrir og hjólaði yfir Vaðlaheiði alla leið inn í bústað ásamt Arnþóri syni þeirra - ekki deig á löppinni sú kona.