Hellisheiði

Útblástursháfar
Útblástursháfar

Nú er farið að síga á seinni hlutann í Siemens verkefninu á Hellisheiðinni.

Undanfarin sjö ár hafa starfsmenn Raftákns unnið að uppsetningu og forritun á stýrikerfum fyrir Hellisheiðarvirkjun, sem undirverktakar Siemens sem átti lægsta boð í stýrikerfi virkjunarinnar.

Fyrstu árin voru hér á landi erlendir starfsmenn frá þeim ásamt starfsmönnum Raftákns,  en síðustu fjögur árin hafa starfsmenn Raftákns séð alfarið um alla forritunarvinnu varðandi þeirra hluta á Heiðinni.

Hitann og þungann af vinnunni hin síðari ár hafa starfsmenn í starfsstöð Raftákns í Akralind borið. Jón Viðar Baldursson er verkefnisstjóri. img_1755_640

Ef á hefur þurft að halda hafa starfsmenn með starfsstöð á Akureyri snarast suður og tekið til hendinni líka, eins og áður en starfsmönnum á Höfuðborgarsvæðinu fjölgaði.

Þetta verkefni er án efa stærsta verkefni á stýrisviði sem Raftákn hefur tekið að sér og gríðarleg þekking og reynsla skapast innan fyrirtækisins á stýriferli gufuaflsvirkjana.

Samstarfið við Siemens hefur því verið dýrmætt fyrir Raftákn í mörgum skilningi.Með fréttinni fylgir mynd af iðntölvuskápum vélar 5. Fleiri myndir er að finna í möppu undir „Myndir“