Raftákn sá um alla hönnun raflagna í Engjateigi 7 sem hýsa höfuðstöðvar Ístaks.Húsið er um 4000m2.Forsendur fyrir byggingu hússins var að reisa nútímalegt "sjálfstýrt" hús sem auk þess yrði góður vitnisburður um framtíðarhönnun skrifstofuhúsnæðis. Arkís sá um arkitektahönnun í samstarfi við danska hönnuði.Við hönnun hússins var leitast við að koma með nýjar og framsæknar lausnir, bæði hvað varðar arkitektúr, tæknilegar og verktæknilegar lausnir. Þannig er í húsinu náttúruleg loftræsing sem stýrist sjálfkrafa eftir hitastigi og vindstefnu úti fyrir.Gluggar eru með opnanlegum mótordrifnum fögum en engin eiginleg loftræsisamstæða er í húsinu.