Arnar M. Ellertsson
Rafmagnstæknifræðingur
Svend Christensen frá 7t í Damnörku var í heimsókn hjá okkur í Raftákni dagana 8. og 9. júni s.l. og var tækifærið notað til að halda kynningarfund með honum og nokkrum af þeim sem eru að nota IGSS skjákerfin. Svend fór yfir nýjungar í útgáfu 8 og útgáfu 9. Fundarmenn lýstu yfir ánægju sinni með fundinn sem var vel sóttur.
Samstarf Raftákns og 7t hefur nú staðið í 16 ár og hefur gengið með miklum ágætum. Yfir 90 kerfi sem við höfum sett upp eru nú í notkun.