Ný útgáfa af IGSS stýrikerfinu.

Fréttatilkynning frá 7t

Birkeröd, Danmark, 11. Ágúst 2009

7-Technologies tilkynnir um nýja útgáfu af IGSS V8i1_igss_rgb

 

IGSS V8 er nýjasta útgáfa í langri útgáfuröð síðan 7t hóf starsemi fyrir 25 árum síðan. Á þeim tíma var 7t fyrsta fyrirtækið í heiminum til  að þróa íhluta og músastýrt stýrikerfi undir nafninu IGSS – sem er skammstöfun fyrir Interaktiv Graphical SCADA system. sjc

Í gegnum meira en 25 ára viðskiptasögu hefur IGSS verið sannreynt í margskonar iðnaði víðs vegar og ætíð boðið upp á opna samskiptamöguleika við eldri útgáfur til að tryggja öryggi fjárfestingar viðskiptavina okkar. Þar sem stýrikerfið er ekki háð ákveðnum vélbúnaði býður IGSS upp á fjölda rekla fyrir PLC og annan staðlaðan samskiptabúnað.

"Hugbúnaðurinn okkar er fullbúið kerfi með öllum hugsanlegum möguleikum til stýringar tilbúið til notkunar, „allt-í-einum-pakka“. Með þennan bakgrunn, kynni ég með stolti hina nýju IGSS V8 útgáfu segir Svend J. Christensen framkvæmdastjóri þjónustusviðs.

Og Svend J. Christensen heldur áfram og segir.

„Hin nýja útgáfa af IGSS V8 er árangur af því að leggja eyrun við því sem viðskiptavinir okkar hafa fram að færa. Við höfum einbeitt okkur að því að veita notendum kerfisins frelsi til að aðlaga upplýsingar og yfirsýn að eigin þörfum. Auk þess að innihalda mjög gagnlega möguleika fyrir forritara kerfanna býður kerfið upp á jafnvel enn meiri og fjölbreyttari möguleika fyrir notendur kerfisins.  IGSS V8 gerir notendum kleyft að búa til einstök skjáborð,línurit og kerfis og notendastýrða atburðaskráningu eins og staðið væri á verksmiðju gólfi. Notendur geta þannig búið til sýna eigin yfirsýn yfir reksturinn á einfaldan og skilvirkan hátt – fyrir tiltekin tímabil, dagtíma eða stöðu.  Hugmyndaflug notandans er í raun eina takmörkunin. 

Notandinn getur auðveldlega öðlast aukna þekkingu á kerfinu og flestum reynist auðvelt að læra á það. Varðandi þessa nýju möguleika sem við nú kynnum er vert að taka fram að IGSS V8 var tilraunakeyrt í einu af okkar stóru kerfum í umferðarstjórnun í Oslo í Noregi og hefur verið í stöðugri notkun þar í nokkra mánuði“„Við viljum fullvissa viðskiptavini og félaga okkar um staðfestu okkar og skuldbindingu þegar kemur að IGSS. Þetta er mikilvægt atriði nú á dögum.

Að því sögðu þá er það okkar sýn varðandi IGSS að vera áfram með eitt af fáum stýrikerfum í heiminum sem ekki eru háð tilteknum vélbúnaði; sýn sem haldið er á lofti af sterkum hópi hluthafa. 7t er í eigu stjórnenda ásamt Greystone Capital, fyrirtæki sem er hluti af Clipper,  leiðandi fyrirtæki í skipaflutningum í Danmörku“. Segir Svend J. Christensen að lokum. 

Fáeinar valdar nýjungar í IGSS V8 byggðar á óskum viðskiptavinanna.

·         Skjáborð – ómissandi og persónulegt til að greina og laga bilanir sem upp koma.

·         Öryggisskipanir – tryggja viðkvæma hluti.

·         Línurit og ferlar – bæta við breytum í línurit á fyrirhafnar

·         Rekjanleiki atburða – skrá og finna aðgerðir

·         Sérhæfð hönnun – fjölvirkar yfirlitsmyndir með lagskiptingum og gluggum

·         Fjölskjáa möguleiki – Færsla milli skjáa í fjölskjáa uppsetningu

 

Fyrir frekari upplýsingar um IGSS V8 – verið velkomin á heimasíðu 7t  http://7t.dk/igss/default.asp 

Upplýsingar um námskeið eru á http://7t.dk/igss/default.asp?showid=13

 

Ef frekari upplýsinga er þörf hafið samband við Raftákn