Raftákn tekur þátt í hönnunarsamkeppni nýs Landspítala Háskólasjúkrahús
Í niðurstöðum forvals fyrir hönnunarsamkeppni vegna nýbyggingar Landspítala Háskólasjúkrahúss uppfyllltu sex hönnunarteymi tilskylda hæfniskröfur. Fimm stigahæstu teymin taka svo þátt í samkeppninni. Myndin er af vef LSH - tekin þegar niðurstöður forvals voru kynntar 22.02.2010.
Raftákn er í teymi með TBL arkitektum, sem er ábyrgðaraðili teymisins, Ferli verkfræðistofu, John Cooper Architecture, Origo arkitektgruppe AS, COWI A/S, Vinnuvernd og HCP.
Teymið hlaut fullt hús stiga ásamt þremur öðrum.
Hér á eftir eru slóðir annarra en Raftákns í hönnunarteyminu.
http://www.jcaarchitects.co.uk
Samkeppnin er tvíþætt, annars vegar skipulag lóðar Landspítala við Hringbraut í heild og hins vegar útfærslu á fyrsta áfanga 66 þúsund fermetra nýbyggingu undir spítalastarfssemi.
Byggingunni er skipt í þrjá megin hluta.
Gert er ráð fyrir að það teymi sem vinnur samkeppnina sjái um hönnun fram að einkaframkvæmdarútboði en starfi að því loknu við verkefnisstjór og hönnunarrýni með verkkaupa.