Raftákn hefur unnið að því undanfarna mánuði að koma upp gæðakerfi. Í þeirri vinnu höfum við notið aðstoðar og handleiðslu frá Gunnari H. Guðmundssyni og Kristjönu Kjartansdóttur frá Ráðgjafar-fyrirtækinu 7.is.
Þessi vinna hófst í júlí og er nú vel á veg komin. Þetta hefur verið afar skemmtileg vinna og við þökkum þeim Gunnari og Kristjönu kærlega fyrir sérlega ánægjulegt samstarf. Við höfum nú vottunarhæfa Rekstrarhandbók tilbúna og erum þegar búin að innleiða nokkurn hluta af henni. Stefnan er nú sett á vottun á næsta ári.
Gæðakerfum er ætlað að bæta árangur í rekstri, stjórnun og þjónustu við viðskiptavinina ásamt því að stuðla að framförum. Þetta hljóta að vera markmið hvers fyrirtækis og e.t.v. hefur aldrei verið meiri þörf fyrir það en einmitt nú.
Krækja inn á heimasíðu 7.is http://7.is/