Arnar M. Ellertsson
Rafmagnstæknifræðingur
Raftákn hefur gert samning við Mílu um þjónustukaup, ráðgjöf á sviði fjarskipta. Einnig vinnu við eftirlit og innsetningu á gögnum fyrir línubókhald. Samningurinn var undirritaður 20.nóv. 2008 af Páli Á. Jónssyni framkv.stj. f.h. Mílu og Árna V. Friðrikssyni framkv.stj. f.h. Raftákns.
Með þessu verkefni fengum við til liðs við okkur tvo nýja starfsmenn, þau Andreu M. Þorvaldsdóttur teiknara og Hreiðar Þór Hrafnsson rafmagnstæknifræðing. Við bjóðum þau velkomin til starfa og hlökkum til samstarfsins.
Um er að ræða innsetningu á gögnum í NMS. Þróun á línubókhaldskerfinu í samvinnu við aðila hjá Símanum og Mílu. Markmiðið er að skrá ljósleiðara í aðgangsneti og nýtingu ljósleiðara. Verkefnisstjóri f.h. Raftákns verður Sigurjón Jóhannesson rafmagnsverkfræðingur og tengiliður Mílu verður Ingvar Hjaltalín Jóhannesson forstöðumaður fastanets Mílu.