Svona samningur opnar ýmsa möguleika fyrir Raftákn að taka að sér verkefni bæði hérlendis og erlendis.
Fyrirtækið er ákaflega stolt af starfsmönnum sínum og telur þetta staðfestingu á því að mikil þekking, færni og reynsla býr í mannauði þess. Árni V. Friðriksson undirritaði samninginn fyrir hönd Raftákns. Á myndinni tekur Árni við samningnum frá Sigurði R. Jónssyni fulltrúa Smith og Norland sem er umboðsaðili fyrir Siemens á Íslandi.
Forsaga málsins er sú að 17-19 ágúst var íslenskum verkfræðistofum gefinn kostur á að senda fulltrúa, einn eða fleiri, til að þreyta próf á vegum Siemens í Step7, SIMATIC Net, WinCC og WinCC Flexible. Prófið er eitt af skilyrðum til að verða samstarfsaðili Siemens í útfærslu lausna á sviði sjálfvirknivæðingar.
Þrír fulltrúar frá Raftákni ásamt fulltrúum þriggja annarra verkfræðistofa þreyttu prófið. Raftákn náði fullnægjandi árangri og er þar með fyrst íslenskra verkfræðistofa til að verða „Samstarfsaðili Siemens á sviði sjálfvirknivæðingar“ eða „Siemens Solutions Partner. Automation“
Þeir sem þreyttu prófið fyrir Raftákn voru, Friðgeir B. Valdimarsson, Hans L. Karlsson og Jóhannes Sigmundsson.