Úr félagsstarfinu

 Í nóvember var haldinn vinnufundur starfsfólks að Hótel Hamri í Borgarfirði. Verkefni fundarins var gæðastjórnunarkerfið og notkun þess. Tilefnið var einnig notað til að gera sér glaðan dag með ýmsu móti þar sem flestir starfsmenn fyrirtækisins voru samankomir þarna.

Farið var í skoðunarferð í Hellisheiðarvirkjun, sem er stærsta verkefni Raftákns til þessa.

hellisheii 

Hópurinn fór síðan í Landnámssetrið í kvöldverð og á leik-sýninguna Mr.Skallagrímsson á eftir. Óhætt er að mæla með þeirri sýningu við hvern sem er.

Á meðan starfsmenn sátu vinnufundinn fóru makar í Brúðuheima og skoðuðu leikbrúðu safnið og leikhúsið sem þar er starfrækt. 

Myndir úr vinnuferðinni má sjá í möppu undir myndir hér á heimasíðunni.

 landnmssetur

bruheimar