Arnar M. Ellertsson
Rafmagnstæknifræðingur
Hópurinn ók frá Akureyri, austur fyrir og í Svínafell miðvikudaginn 20. maí og var kominn þangað kl.23.00 um kvöldið. Síðan var gengið af stað á hnjúkinn kl. 01 um nóttina og komið upp í góðu veðri og skyggni kl.08 að morgni 21.maí. Hópurinn var síðan komin niður aftur kl.14.Þetta var 18 manna hópur frá Bjargi en Haraldur Siguðarson frá 24x24 var fararstjóri. Hvannadalshnjúkur er 2110 metra hár og ekki hægt að stíga ofar og nær himnafestingunni en það hér á Íslandi. Jóhannes er ekki sá eini af starfsmönnum fyrirtækisins sem hefur gengið á hnjúkinn, a.m.k. þrír aðrir, þeir Jón Viðar, Gunnlaugur og Bergþór hafa einnig farið þetta. Jóhannes var bara sá eini sem tók Raftákns fánan með ;)
Fleiri myndir í möppu