Arnar M. Ellertsson
Rafmagnstæknifræðingur
Vorfundur Samorku var haldinn í Hofi dagana 26. og 27. maí s.l. Raftákn var, að venju,með kynningarbás á sýningunni sem er fastur liður vorfundar sem haldinn er á þriggja ára fresti, alltaf á Akureyri. Sýningin hefur fram að þessu haft aðsetur í íþróttahöllinni en var nú í fyrsta skipti í Hofi. Á myndinni hér til hægri er Jóhannes Sigmundsson í kynningarbás fyrirtækisins - allt orðið klárt fyrir opnun. |
|
Jens Krogh Løppenthien frá Seven Technologies í Danmörku var gestur okkar á sýningunni og kynnti Aquis og Thermis, vaktkerfi frá 7t fyrir vatns- og hitaveitur. Þessi kerfi hafa ekki verið kynnt áður hér á landi en á sýningunni kom í ljós að full þörf var á því.
|