Fimmtudaginn 18. október sl. var skrifað undir samning um árlegt framlag frá Raftákni til rannsóknarsjóðs Háskólans á Akureyri. Markmið samningsins er að efla og treysta fjarhagslega getu HA til stuðnings við rannsóknarstarfsemi kennara og sérfræðinga við háskólann.
Í samningnum kemur fram að Raftákn greiðir styrk að upphæð 100.000 kr. á ári til næstu þriggja ára. Undir hann skrifuðu fv. Þorsteinn Gunnarsson og Árni V. Friðriksson.
28.10.2007