Ný útgáfa af IGSS stýrikerfinu.
Fréttatilkynning frá 7t
Birkeröd, Danmark, 11. Ágúst 2009
7-Technologies tilkynnir um nýja útgáfu af IGSS V8
IGSS V8 er nýjasta útgáfa í langri útgáfuröð síðan 7t hóf starsemi fyrir 25 árum síðan. Á þeim tíma var 7t fyrsta fyrirtækið í heiminum til að þróa íhluta og músastýrt stýrikerfi undir nafninu IGSS – sem er skammstöfun fyrir Interaktiv Graphical SCADA system.
Í gegnum meira en 25 ára viðskiptasögu hefur IGSS verið sannreynt í margskonar iðnaði víðs vegar og ætíð boðið upp á opna samskiptamöguleika við eldri útgáfur til að tryggja öryggi fjárfestingar viðskiptavina okkar. Þar sem stýrikerfið er ekki háð ákveðnum vélbúnaði býður IGSS upp á fjölda rekla fyrir PLC og annan staðlaðan samskiptabúnað.
"Hugbúnaðurinn okkar er fullbúið kerfi með öllum hugsanlegum möguleikum til stýringar tilbúið til notkunar, „allt-í-einum-pakka“. Með þennan bakgrunn, kynni ég með stolti hina nýju IGSS V8 útgáfu segir Svend J. Christensen framkvæmdastjóri þjónustusviðs.
11.08.2009