Fréttir

Ný útgáfa af IGSS stýrikerfinu.

Fréttatilkynning frá 7t Birkeröd, Danmark, 11. Ágúst 2009 7-Technologies tilkynnir um nýja útgáfu af IGSS V8   IGSS V8 er nýjasta útgáfa í langri útgáfuröð síðan 7t hóf starsemi fyrir 25 árum síðan. Á þeim tíma var 7t fyrsta fyrirtækið í heiminum til  að þróa íhluta og músastýrt stýrikerfi undir nafninu IGSS – sem er skammstöfun fyrir Interaktiv Graphical SCADA system. Í gegnum meira en 25 ára viðskiptasögu hefur IGSS verið sannreynt í margskonar iðnaði víðs vegar og ætíð boðið upp á opna samskiptamöguleika við eldri útgáfur til að tryggja öryggi fjárfestingar viðskiptavina okkar. Þar sem stýrikerfið er ekki háð ákveðnum vélbúnaði býður IGSS upp á fjölda rekla fyrir PLC og annan staðlaðan samskiptabúnað. "Hugbúnaðurinn okkar er fullbúið kerfi með öllum hugsanlegum möguleikum til stýringar tilbúið til notkunar, „allt-í-einum-pakka“. Með þennan bakgrunn, kynni ég með stolti hina nýju IGSS V8 útgáfu segir Svend J. Christensen framkvæmdastjóri þjónustusviðs.

Fréttir úr félagsstarfinu - fjölskylduútilegan 2009

Hin árlega fjölskylduútilega Raftákns var haldin aðra helgina í júlí í Fögruhlíð, orlofshúsi Lögreglufélags Akureyrar í Fnjóskadal. Að venju var glatt á hjalla, grillað, farið í sund og skemmt sér vel. Myndir verða settar inn síðar.  

Raftákn bætir við sig húsnæði

Raftákn hefur um nokkurn tíma búið við húsnæðisþrengsli sem nú sér fyrir endann á. Laugardaginn 30. maí var skrifað undir kaupsamning þar sem fyrirtækið kaupir 2. hæðina að Glerárgötu 34 af Biti ehf/Teiti Jónssyni. Jafnframt var skrifað undir leigusamning við Gísla E. Árnason um austurhluta hæðarinnar ásamt helmingi vesturhlutans fyrir tannlæknastofur.  Á myndinni eru frá vinstri Gísli E Árnason, Teitur Jónsson og Árni V. Friðriksson. 

Kynningarfundur IGSS skjákerfi

Svend Christensen frá 7t í Damnörku var í heimsókn hjá okkur í Raftákni dagana 8. og 9. júni s.l. og var tækifærið notað til að halda kynningarfund með honum og nokkrum af þeim sem eru að nota IGSS skjákerfin. Svend fór yfir nýjungar í útgáfu 8 og útgáfu 9. Fundarmenn lýstu yfir ánægju sinni með fundinn sem var vel sóttur. Samstarf Raftákns og 7t hefur nú staðið í 16 ár og hefur gengið með miklum ágætum. Yfir 90 kerfi sem við höfum sett upp eru nú í notkun.

Útivist og frítími - uppstigningardagurinn tekinn bókstaflega

Starfsmenn Raftákns láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna og eru brattgengir. Jóhannes Sigmundsson gekk á Hvannadalshnjúk á uppstigningardag með hópi frá líkamsræktarstöðinni á Bjargi.  

Öskudagur

Að venju var Öskudagurinn fjörugur og mættu fjölmargir upprennandi söngvarar og sviðslistamenn, ýmist einir sér eða í hóp með öðrum. Við þökkum fyrir skemmtunina. Fleiri myndir eru í möppu merktri Öskudegi.

Samningur við Mílu

Raftákn hefur gert samning við Mílu um þjónustukaup, ráðgjöf á sviði fjarskipta. Einnig vinnu við eftirlit og innsetningu á gögnum fyrir línubókhald. Samningurinn var undirritaður 20.nóv. 2008 af Páli Á. Jónssyni framkv.stj. f.h. Mílu og Árna V. Friðrikssyni framkv.stj. f.h. Raftákns. Með þessu verkefni fengum við til liðs við okkur tvo nýja starfsmenn, þau Andreu M. Þorvaldsdóttur teiknara og Hreiðar Þór Hrafnsson rafmagnstæknifræðing. Við bjóðum þau velkomin til starfa og hlökkum til samstarfsins.

  Þetta eru fimm íbúðareiningar ásamt sameiginlegum stofum og þjónusturými í einnar hæðar húsi. Þeir einstaklingar búa í þessu sambýli eru mjög fatlaðir líkamlega og er því gætt ítrustu sjónamiða varðandi ferlimál fatlaðra innan hússins sem utan. Gólfhitakerfi er í húsinu, hitastýring með skynjurum í hverju rými. Í húsinu er sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi. Rafdrifnar rennihurðir eru í anddyri hússins tengdar bruna- viðvörunarkerfi og ljúkast upp ef það gefur merki. Í öllum íbúðum er neyðarlýsing. Raftákn sá um hönnun á öllum rafkerfum hússins.

Raftákn innleiðir gæðakerfi

Raftákn hefur unnið að því undanfarna mánuði að koma upp gæðakerfi. Í þeirri vinnu höfum við notið aðstoðar og handleiðslu frá Gunnari H. Guðmundssyni og Kristjönu Kjartansdóttur frá Ráðgjafar-fyrirtækinu 7.is. Þessi vinna hófst í júlí og er nú vel á veg komin. Þetta hefur verið afar skemmtileg vinna og við þökkum þeim Gunnari og Kristjönu kærlega fyrir sérlega ánægjulegt samstarf.  Við höfum nú vottunarhæfa Rekstrarhandbók tilbúna og erum þegar búin að innleiða  nokkurn hluta af henni. Stefnan er nú sett á vottun á næsta ári. Gæðakerfum er ætlað að bæta árangur í rekstri, stjórnun og þjónustu við viðskiptavinina ásamt því að stuðla að framförum. Þetta hljóta að vera markmið hvers fyrirtækis og e.t.v. hefur aldrei verið meiri þörf fyrir það en einmitt nú. Krækja inn á heimasíðu 7.is http://7.is/

Höfuðstöðvar ÍSTAKS

Raftákn sá um alla hönnun raflagna í Engjateigi 7 sem hýsa höfuðstöðvar Ístaks.