Raftákn sá um hönnun á háspennu- og lágspennulögnum ásamt lýsingu fyrir Bolungarvíkurgöng sem nú eru vel á veg komin. Búið að sprengja u.þ.b. helming af lengd ganganna. Einnig sá Raftákn um hönnun veglýsingar utan ganganna.
Göngin liggja milli Bolungarvíkur og Hnífsdals og taka af hinn illræmda veg undir Óshlíð, sem hefur verið einn hættulegasti vegur landsins. Þar með fækkar ó-vegunum um einn.
Göngin eru glæsilegt mannvirki eins og öll síðari tíma göng sem gerð hafa verið hér á landi.
Við erum stolt af því hjá Raftákni að hafa komið að hönnun flestra ganga á Íslandi frá og með Vestfjarðagöngum. Hjá fyrirtækinu er því fyrir hendi mikil þekking og dýrmæt reynsla á sviði hönnunar á raf- og stýrikerfum fyrir jarðgöng. Það er nú svo að kröfur breytast og með hverjum nýjum göngum hafa kröfur um lýsingu og öryggisbúnað aukist. Staðlar norsku vegagerðarinnar eru lagðir til grundvallar hér á landi. |