Arnar M. Ellertsson
Rafmagnstæknifræðingur
Landeldisstöð Samherja fyrir lax.
Eldisgarður á Reykjanesi er eitt af stærstu verkefnum stofunnar þessa stundina og er verkefnið unnið af starfsmönnum á Akureyri og í Reykjavík. Um er að ræða hönnun raflagna og hönnun og forritun stýringa. Eldisgarðurinn verður byggður í þremur áföngum og er áætlað að fullbyggður muni framleiðslugeta verða um 40.000 tonn af fiski á ári.
Raftákn hefur í nokkurn tíma unnið við hönnun og stýringar fyrir Fiskeldi Samherja. Til að mynda á Núpsmýri í Öxarfirði og Stað við Grindavík. Reynslan þaðan mun nýtast vel í þessu verkefni. Verkefnið er umfangsmikið og reynir á bæði svið Raftákns.
Kynning á landeldinu á heimasíðu Samherja.