Endurnýjun lýsingar í Hlíðarfjalli

Tengiliðir
Elmar Arnarson
Rafiðnfræðingur
Ólafur Ingi Sigurðsson
Rafiðnfræðingur
Verktími: 2023 - 2028
Viðskiptavinur: Akureyrarbær

Eldri ljósgjöfum skipt út fyrir LED lýsingu.

Árið 2023 var ákveðið að hefjast handa við endurnýjun lýsingar í Hlíðarfjalli. Markmiðið er að bæta lýsingu skíðasvæðisins með LED lömpum sem eru með betri ljósgæðum en kalt hvítt ljós 4000K. LED er alla jafna endingarbetri og hagkvæmari ljósgjafi en þeir lampar sem voru í notkun.

Fyrsti áfangi – Álagsprófanir á efra svæði

Í upphafi verkefnisins var efra svæði valið fyrir álagsprófanir á tveimur gerðum af lömpum, þar sem svæðið verður oft fyrir miklu veðurálagi, svo sem miklum vindstyrk, þoku og ísingu. Veðurálagi sem er meira en viðmið prófana sem gerðar eru við framleiðslu þeirra. Prófanirnar miðuðu að því að finna lampa sem stæðist aðstæður í fjallinu og einnig heppilega staðsetningu fyrir staura og lampa.

Lýsingarkerfið í Hlíðarfjalli

Hlíðarfjall er með viðamikla lýsingu sem samanstendur af 400 lömpum á 180 ljósastaurum, sem lýsa upp skíðabrekkur svæðisins og gönguskíðabrautir. Endurnýjun lýsingar er þegar  komin vel á veg. Ný lýsing er komin á Ævintýraleið og endurnýjun lýsingar við gönguskíðabrautir er langt komin, en verkefnið heldur áfram með endurnýjun á Hólabraut og Norðurbakka.

Með nýrri tækni er hægt að:

✔ Bæta skyggni í erfiðum veðuraðstæðum.
✔ Draga úr orkunotkun og viðhaldi með hagkvæmari og endingarbetri LED lömpum.
✔ Auka öryggi skíða- og bretta fólks með betri dreifingu og stöðugri lýsingu.

Verkefnið er stórt skref í þróun Hlíðarfjalls og mun skila sér í betri aðstöðu fyrir skíðafólk á komandi árum.