Verkfræðistofan Raftákn hefur komið að hönnun og/eða forritun stýrikerfa fyrir fráveitur þriggja sveitarfélaga. |
Fráveitukerfi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Raftákn hefur unnið að því að setja vöktun á fráveitum Borgarness og Borgarfjarðar, Akraness og Kjalarness inn á kerfiráð Orkuveitunnar.
Forritun stýrivéla í nýrri hreinsistöð við Hraunavík vestan Hafnarfjarðar, auk uppsetningar á heildar fjargæslukerfi fyrir Fráveitu Hafnarfjarðar.
Síðast en ekki síst hönnun almennra raflagna, forritun og uppsetning stýrikerfa fyrir Fráveitu Akureyrar. Þetta verkefni hefur verið áfangaskipt og nú er verið að hanna hreinsistöð sem á að reisa á Óseyri, norðan Sandgerðisbótar. Þegar því verki er lokið er einum mikilvægasta áfanganum náð í hreinsun sjávar í Eyjafirði
Áður en hafist var handa við gerð fráveitunnar var mengunin í „Pollinum“ gríðarleg, en stór áfangi náðist í hreinsun hans þegar útrásir sem lágu þangað voru aflagðar og farið að dæla skolpinu gegnum eina útrás út í þynningarsvæði.
Fráveitukerfi eru líklega ein stærstu skref sem sveitarfélög geta tekið í umhverfishreinsun. Fráveitukerfi sem dæla hreinsuðu skolpi og regnvatni frá þéttbýlisstöðum til sjávar út í þynningarsvæði. Umhverfisrannsóknir eru gerðar til að meta áhrif skolpsins og kanna ástand sjávar til að ákvarða þau. Möguleiki á umhverfisvöktun skapast einnig með rekstri slíkra kerfa