Grænegg - ungahús

Tengiliðir
Emil Örn Ásgeirsson
Rafmagnstæknifræðingur
Verktími: 2019 - 2020
Viðskiptavinur: Grænegg
Staður: Sveinbjarnagerði

Við hjá Raftákni höfum í gegnum árin verið í farsælu samstarfi við Grænegg. Síðasta verkefni okkar sneri að því að standsetja ungahús. Nú koma ungarnir dags gamlir til Græneggja og alast upp við bestu aðstæður þar til þeir flytja í varphús.

Verkefnið fólst í að koma stjórnbúnaði fyrir allt sem snýr að vexti og velferð unganna, öll kerfi eru alsjálvirk.Raftákn sá um hönnun og forritun stýringar fóðurkerfis og samstillingu annars búnaðar þ.e. lýsingar, loftræstingar og brynningar.

Önnur verkefni sem Raftákn hefur unnið með Græneggjum eru ma. raflagnahönnun í húsum, forritun loftræsti- og fóðurkerfa í varphúsum og forritun sjálfvirkni á pökkunarlínu.

Það er óhætt að segja að hænurnar hjá Græneggjum hafa það eins gott og varphænur geta haft það alla ævi.