Jöfnunarstöð Strætó

Tengiliðir
Ólafur Ingi Sigurðsson
Rafiðnfræðingur
Verktími: 2025
Viðskiptavinur: Akureyrarbær
Staður: Akureyri

Jöfnunarstöð Strætó við Borgarbraut

 

Þau eru ekki öll verkefni stór hjá Raftákni. Nýlega fengum við inná borð hjá okkur Jöfnunarstöð strætó við Borgarbraut.

Göngubrú vestan hennar yfir Glerá er síðan góð viðbót við samgönguleiðir milli hverfa. Nýja jöfnunarstöðin leysir af hólmi skýli sem stendur á sama stað. Arkitektastofan Form hannar stöðina og verkefnið er unnið fyrir Akureyrarbæ. Hlutverk jöfnunarstöðvar er að rétta af tímasetningar í akstri strætóleiðanna, þ.e. strætisvagnar stöðva tímabundið á stöðinni áður en þeir leggja af stað í næsta hring. Jöfnunarstöð strætó hefur verið í miðbænum við BSÓ. Framkvæmdin er í útboðsferli.

Gleráin og fjölbreytt umhverfi árinnar er eitt fallegasta svæðið í bæjarlandinu og því skiptir miklu að vanda til verka þegar skipuleggja á mannvirki eða aðrar framkvæmdir meðfram og við ána.