Arnar M. Ellertsson
Rafmagnstæknifræðingur
Verkfræðistofan Raftákn sá um hönnun allra lagna ásamt gerð útboðsgagna fyrir landvinnslu Samherja á Dalvík.
Um er að ræða 9000m2 byggingu þar sem byggð verður fullkomnasta fiskvinnsla í heimi. Ætlunin er að húsið verði viðmiðið sem íslensk fyrirtæki munu nota til að sýna tæknilausnir sínar og framleiðslu úti um allan heim.
Áætluð fjárfesting í húsnæði og búnaði eru um 3.500 milljónir króna.