Norðfjarðargöng opnuð

Tengiliðir
Brynjólfur Jóhannsson
Rafmagnstæknifræðingur
Sigurjón Jóhannesson
Rafmagnsverkfræðingur
Verktími: 2013 - 2018
Viðskiptavinur: Vegagerðin
Staður: Norðfjörður

Verkfræðistofan Raftákn hefur séð um eftirlit í Norðfjarðargöngum sem undirráðgjafi verkfræðistofunnar Hnits. Eftirlit Raftákns hefur snúið að eftirliti í tveimur útboðum Vegagerðarinnar í raf-, stýri- og fjarskiptalögnum og í stjórn- og fjarskiptakerfi ganganna. 

Verkefnið hófst í júní 2013. Fyrsta sprenging var 12. okt. 2013 og göngin formlega opnuð 11. nóv. 2017. Vinna Raftákns jókst hægt og rólega þegar á verktímann leið og náði hámarki síðustu vikurnar fyrir opnun. Eftir opnun og fram á sumarið 2018 hefur áfram verið unnið við eftirlit með frágangi og viðbótarverkum. Norðfjarðargöngin sem liggja á milli Eskifjarðar og Fannardals í Norðfirði eru næst lengstu göng í vegakerfinu á Íslandi, en eru lengstu göngin á milli tveggja staða, 7.900 m.

Starfsmenn Raftákns sem hafa unnið við verkefnið eru: Brynjólfur Jóhannsson, Finnur Víkingsson og Sigurjón Jóhannesson.