Sjálfvirkni í sjávarútvegi og öðrum iðnaði – róbótar.
Hvort sem það er í fiskiðnaði eða almennri iðnaðarframleiðslu, þá eru róbótar og sjálfvirknivæðing að breyta leiknum.
Í fiskiðnaðinum sjá sjálfvirkar framleiðslu línur nú um nákvæma flokkun, skurð og pökkun – hraðar, á öruggari hátt og með minna hráefnistapi. Þetta skilar bæði betri nýtingu og hágæða matvöru dag eftir dag.
Framtíðin er sjálfvirk… og hún smakkast vel
Í iðnaðarframleiðslu sinna róbótar í vaxandi mæli alls konar einingasamsetningu, suðu, færslu vörunnar og gæðaeftirliti – og það með ótrúlegri nákvæmni og öryggi. Þeir létta af starfsfólki erfiðum og einhæfum verkefnum. Með sjálfvirkninni minnkar hætta á slysum, vinnuaðstæður batna og verða öruggari.
Framfarir sem auka hagkvæmni og gæði framleiðslunnar eru í stöðugri þróun.
Í myndbandinu sem fylgir færslunni má sjá róbóta sem settir hafa verið upp, í landvinnslu Gjögurs á Grenivík, álþynnuverksmiðju TDK í Krossanesi á Akureyri og landvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa.