Skolphreinsistöð við Ánanaust

Tengiliðir
Verktími: 2008
Viðskiptavinur: Orkuveita Reykjavíkur
Staður: Ánanaust

Verkfræðistofan Raftákn sá um endurnýjun á öllum stjórnbúnaði í skolphreinsistöð Orkuveitu Reykjavíkur við Ánanaust.

Um er að ræða 5 iðntölvur á etherneti. Allar eru þær frá framleiðandanum Telemecanique og eru þrjár tölvanna af Premium gerð en tvær af gerðinni M340 og er þetta í fyrsta skipti sem við notum slíkar vélar. Forritunin fól í sér stýringu á dælum þriggja safnþróa auk grófsíunar og tveggja sanddæluvagna.

Skjákerfið er af gerðinni 800xA Industrial IT frá ABB sem er samskonar kerfi og er notað í kerfiráð OR. Þá sáum við einnig um gerð skjákerfisins í Ánaustum auk þess sem við komum á tengingu og byggðum upp vöktun á kerfinu frá kerfiráði.