Arnar M. Ellertsson
Rafmagnstæknifræðingur
Verkfræðistofan Raftákn vinnur nú að forritun stýringa og skjámyndakerfis í samvinnu við Rafeyri, Frost og Skagann fyrir nýtt vinnsluhús Varðans Pelagic á Suðurey í Færeyjum.
Varðinn Pelagic er eitt öflugasta fiskvinnslufyrirtæki Færeyja og verksmiðjan sem mun rísa er eitt af flottari landvinnsluhúsum eyjanna og kemur í stað fyrri vinnslu sem eyðilagðist í miklum bruna sumarið 2017. Um er að ræða forritun á Siemens stýrivélum fyrir frystikerfið, Schneider búnaðir fyrir vinnslukerfið og forritun notendaviðmóts í Wonderware System Platform 2017 fyrir alla vinnsluna.