Afmælisveisla Raftákns

Baldvin, Árni Viðar og Friðbjörn
Baldvin, Árni Viðar og Friðbjörn

Veislustjóri var Sóli Hólm og reytti hann af sér brandarana.

Árni V. Friðriksson framkvæmdastjóri fór yfir söguna í stuttu máli og Gunnlaugur Búi Ólafsson skyggðist inn í framtíðina. Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans tók til máls og þakkaði fyrir samstarf við Háskólann.

Raftákn í samstarfi við Johan Rönning gáfu rafiðnaðarbraut VMA búnað til kennslu við brautina að verðmæti 1,5 milljón króna. Baldvin Ringsted veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd VMA.

Nokkrir krakkar úr Barnakór Glerárkirkju komu og sungu fyrir okkur nokkur lög og Einar Höllu trúbador spilaði svo fyrir okkur undir léttu spjalli gestanna.

Starfsmenn Raftákns forrituðu róbót sem látinn var afhenda bjór eða gosdrykki til veislugesta. Vélfag á Ólafsfirði bjó til griparm á róbótinn og „upptakara“ til að opna flöskurnar. Með þessu vildum við sýna að það eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að gera með nútímatækni.

Fleiri myndir eru að finna á fésbókarsíðu Raftákns https://www.facebook.com/raftakn/?ref=aymt_homepage_panel